KR hefur allar götur verið annt um samfélagið sem það starfar í. Kvennalið KR vill sýna það í verki og hefur ákveðið að hagnaður af miðasölu á móti Gróttu þann 1. ágúst í Lengjudeildinni muni renna til Bleiku slaufunnar. Þetta er málefni stendur leikmönnum okkar nærri og vilja þær efla umræðu um brjóstakrabbamein á Íslandi og um leið safna fjármagi sem rennur til Krabbameinsfélagsins. Þetta eru sannkölluð tímamót því liðið mun leika í bleikum búningum í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Alvotech einn af aðal styrktaraðilum KR, ætlar að leggja jafn mikið fjármagn og safnast yfir daginn til Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagsins.
Við hvetjum KR-inga sem og aðra að mæta á leik KR og Gróttu, styðja stelpurnar og íslenska kvennaknattspyrnu og síðast en ekki síst leggja þessu frábæra málefni lið.
Allir á völlinn - Áfram KR!
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi