Þrír KR-ingar fengu bronsverðlaun í einliðaleik í borðtennis á Reykjavíkurleikunum en leikið var í TBR-húsinu sunnudaginn 26. janúar.
Aldís Rún Lárusdóttir og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir höfnuðu í 3.-4. sæti í kvennaflokki. Aldís tapaði 0-4 fyrir hinni sænsku Ölmu Rööse, sem sigraði á mótinu. Guðbjörg Vala féll úr leik með 1-4 tapi gegn Nevenu Tasic, Víkingi, fyrrum Íslandsmeistara.
Ellert Kristján Georgsson fékk brons í karlaflokki, en hann tapaði 0-4 fyrir Íslandsmeistaranum Inga Darvis Rodriguez úr Víkingi.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi