Handboltamót hjá 7. flokki drengja

Helgina 8. - 10. mars fóru strákarnir í 7. flokki drengja í Gróttu/KR á sitt þriðja mót í vetur. Við tefldum við fram fjórum liðum og stóðu strákarnir sig frábærlega. Það er eitt mót eftir og er það gistimót á Selfossi helgina 25. - 27. apríl.
 
7. og 8. flokkur karla æfir alla mánudaga og miðvikudaga kl 15:30 - 16:30 í Íþróttahúsi Hagaskóla. Það hafa um 40 strákar verið að mæta á allar æfingar seinustu vikur þannig hægt að segja það sé mikill handboltaáhugi að kvikna hér í Vesturbænum.

Share by: