Glitraðu með KR - Styrktarleikir fyrir Einstök börn


Körfuknattleiksdeild KR lætur gott af sér leiða með tvíhöfða (e. double header) til styrktar Einstökum börnum. Leikirnir fara fram laugardaginn 1. mars á Meistaravöllum þar sem kvenna- og karlalið KR spila hvort sinn leikinn og styrkja Einstök börn um leið.


Meistaravellir, laugardaginn 1. mars
KR – ÍR  | 1. deild kvenna   16:30 - kaupa miða
KR – Höttur | Bónusdeild karla | 19:00 -
kaupa miða


Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Málefnið stendur leikmönnum okkar nærri sem vilja leggja sitt af mörkum í árlegu söfnunarátaki samtakanna. Markmiðið er að efla umræðu um málefni Einstakra barna og safna styrktarfé sem rennur beint til samtakanna.


Leikmenn KR munu leika í einstökum viðhafnarkeppnisbúningi sem hefur verið hannaður sérstaklega fyrir tilefnið. Sérstakir góðgerðabolir verða einnig til sölu í takmörkuðu upplagi og því gefst stuðningsfólki og öðrum velunnurum tækifæri til að tryggja sér einstakan glitrandi KR bol. Allur ágóði sölunnar og miðasölu á leikina mun renna til Einstakra barna.
 
Nánari
dagskrá verður tilkynnt síðar - Takið daginn frá!

Share by: