Aron Sigurðarson til KR

Aron Sigurðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR, út keppnistímabilið 2026.


"Aron hefur ákveðið að snúa aftur til Íslands eftir farsælan feril í atvinnumennsku erlendis og erum við í skýjunum yfir því að KR hafi orðið fyrir valinu. Það eru ekki bara ótvíræðir knattspyrnuhæfileikar hans heldur vinnusemin, karakterinn og leiðtoghæfileikarnir sem hann býr yfir sem við fögnum hvað mest að fá inn í okkar metnaðarfulla hóp.

Aron mun tvímælalaust styrkja liðið okkar mikið og geta stuðningsmenn KR farið að hlakka til komandi tímabils." segir Gregg Ryder

Share by: