KR x Macron

Klæddu þig í nýja sögulega treyju KR og gríptu árskort í leiðinni - vertu klár í stúkuna!

Sjáumst á vellinum - Áfram KR!




mán
þri
mið
Fim
fös
lau
sun

31

1

2

3

4

5

Taekwondo: Bikarmót

Borðtennis: Úrslit í öllum deildum

6

16:15 Besta deildin: KA-KR

7

8

9

10

19:00 Fótbolti kvk: KR-Haukar

11

12

13

14

19:15 Fótbolti kk: KR-Valur

15

16

17

18

19

14:00 Fótbolti kvk: KÞ-KR (Mjólkurbikar)

20

21

22

23

24

25

26

Borðtennis: Bikarkeppni BTÍ

27

19:15 Fótbolti kk: KR-ÍA

28

29

30

1

2

3

4

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40 og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu.


Æfingarnar eru í KR alla mánudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.

"ÖFLUG LIÐSHEILD SEM FÓRNAR SÉR"

Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"Við erum KR Reykjavík"

Fréttir

2. apríl 2025
Helgina 8. - 10. mars fóru strákarnir í 7. flokki drengja í Gróttu/KR á sitt þriðja mót í vetur. Við tefldum við fram fjórum liðum og stóðu strákarnir sig frábærlega. Það er eitt mót eftir og er það gistimót á Selfossi helgina 25. - 27. apríl. 7. og 8. flokkur karla æfir alla mánudaga og miðvikudaga kl 15:30 - 16:30 í Íþróttahúsi Hagaskóla. Það hafa um 40 strákar verið að mæta á allar æfingar seinustu vikur þannig hægt að segja það sé mikill handboltaáhugi að kvikna hér í Vesturbænum.
1. apríl 2025
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar KR verður haldinn í félagsheimili KR þriðjudaginn 8. apríl kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv. lögum félagsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Framboðum skal skila til framkvæmdastjóra KR, Pálma Rafns Pálmasonar á netfangið palmi@kr.is .
31. mars 2025
Aðalfundur KR kvenna verður haldinn í bikarherbergi KR þriðjudaginn 8. apríl kl. 18:30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv. lögum félagsins.
31. mars 2025
Þeim fækkar jafnt og þétt þeim sem á lífi eru og léku með gullaldarliði KR frá árunum kringum 1960. Nú síðast er það Garðar Árnason sem kvaddi okkur, Garðar var fæddur 6. janúar 1938. Hann hóf ungur að æfa knattspyrnu með KR og þótti efnilegur. Garðar lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki árið 1957, og átti fast sæti í liðinu frá 1958 til og með 1963, yfirleitt á miðjunni, og stýrði henni gjarnan eins og herforingi, Garðar lék alls 97 leiki með meistaraflokki KR, og skoraði í þeim 3 mörk. Meðal annars lék hann alla leikina 10 með liðinu frækna sem vann Íslandsmótið 1959 með fullu húsi stiga, þegar leikin var tvöföld umferð í fyrsta skiptið. Garðar varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR: 1959, 1961 og 1963. Sömuleiðis varð hann þrisvar sinnum bikarmeistari: 1961, 1962 og 1963. Garðar lék alls 11 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1959-1963, og skoraði í þeim 1 mark – jöfnunarmarkið í 1:1 leiknum gegn Írum 1962. Hann átti nánast fast sæti í landsliðinu á þessum árum, ef hann var heill. Garðar var aðeins 25 ára þegar hann lagði skóna á hilluna haustið 1963. Það var mikil eftirsjá af því, enda var hann einn albesti knattspyrnumaður Íslands á þeim tíma. Á knatttspyrnuvellinum lét Garðar mikið að sér kveða en utan hans fór ekki mikið fyrir honum. Hann starfaði lengi sem verkamaður, m.a. við höfnina, en síðan hjá Borginni við ýmis störf, mest í Laugardalnum. Undir lokin dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi, þar sem hann naut góðrar aðhlynningar og lést þar þann 20. mars sl. Útför Garðars fór fram í kyrrþey. Blessuð sé minning Garðars Árnasonar.
Fleiri fréttir
Share by: