Íþróttafólk KR

Sonja Hlín Arnarsdóttir • maí 03, 2024

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í félagsheimili KR í gær voru þau Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, körfuknattleiksdeild og Eiríkur Logi Gunnarsson, borðtennisdeild valin íþróttafólk KR.


Fjóla Gerður Gunnarsdóttir er 17 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur var hún að ljúka sínu öðru tímabili í meistaraflokki. Fjóla var lykilleikmaður í meistaraflokki á ný yfirstöðnu tímabili, spilaði alla leiki KR í deild, bikar og úrslitakeppni. Hún var með 12 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Fjóla varð Íslandsmeistari síðasta vor með 11. flokki stúlkna í KR. Fjóla var í lokahópi U18 ára landsliðs Íslands síðasta sumar og spilaði á EM og NM. Fjóla var nýlega valin í lokahóp U18 fyrir landsliðsverkefni sumarsins.


Eiríkur Logi Gunnarsson varð Íslandsmeistari í flokki 16-18 ára í einlíðaleik og tvíliðaleik. Einnig varð hann Íslandsmeistari í 1. flokki karla ásamt því að verða Íslandsmeistari með KR í 2. deild karla.


Þið eruð vel að þessu komin og sannar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur. Til hamingju Fjóla og Eiríkur.

Share by: