Aðalfundur körfuknattleiksdeildar

Sonja Hlín Arnarsdóttir • apr. 22, 2024

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar KR var haldinn í félagsheimili KR þann 11. apríl sl.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og stjórnarkjör. Fundarstjóri var Þórhildur Garðarsdóttir og fundarritari var Sigríður Ólafsdóttir. 


Á fundinum var ljóst að formaður deildarinnar Ellert Arnarsson og Aron Ívarsson varamaður í stjórn hyggðust ekki gefa kost á sér til formlegra stjórnarstarfa í bili og hlutu þeir einlægar þakkir frá deildinni fyrir störf sín í þágu félagsins auk hvatningar til áframhaldandi góðra verka en báðir starfa þeir í ráðum og nefndum á vegum körfunnar. 


Ný stjórn körfuknattleiksdeildar tók til starfa á fundinum og hlutu eftirtaldir kosningu í hana: 

  • Egill Ástráðsson formaður
  • Björn Þorláksson
  • Gunnhildur Bára Atladóttir
  • Hjalti Már Einarsson
  • Matthías Orri Sigurðarson
  • Sigríður Ólafsdóttir
  • Sæunn Stefánsdóttir 


Einnig voru eftirtaldir kosnir varamenn: 

  • Guðjón Böðvarsson
  • Ingimar Guðmundsson
  • Soffía Hjördís Ólafsdóttir
  • Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir


Illugi Steingrímsson tók sæti í afreksráði deildarinnar. 


Næsti leikur hjá meistaraflokki kvenna er í kvöld en stelpurnar leika oddaleik gegn Aþenu í Austurbergi.


Ný stjórn hvetur KR-inga til þess að fjölmenna á þann leik. Áfram KR.




Share by: