Sjáumst á vellinum

Mætum á völlinn, hvetjum okkar lið
og hittum vini og kunningja.

Við erum KR!

KAUPA ÁRSKORT

Næstu leikir

"ÖFLUG LIÐSHEILD
SEM FÓRNAR SÉR"

Nýr völlur
bætt aðstaða


Endurbætur á æfingasvæði KR

Loksins er komið að því að við fáum nýtt fjölnota íþróttahús. Nýja húsið mun bæta aðstöðuna hjá KR til muna og getum við ekki beðið eftir að taka það í notkun.


Fyrsta skóflustunga verður á þessu ári, 2024.


Nánari upplýsingar

Öllum opið

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40
og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu. Æfingarnar eru í KR alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.


Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"VIÐ ERUM KR"

Fréttir

Eftir Ásta Urbancic 02 May, 2024
Guðmundur Flóki Sigurjónsson, ríkjandi Íslands- og Norðurlandameistari í bardaga, tryggði sér enn einn titilinn í síðustu viku þegar hann sigraði sinn flokk á Evrópumeistaramóti smáþjóða sem fram fór í Tallinn, Eistlandi. Guðmundur Flóki keppir í -68 kg unglingaflokki. Við óskum Guðmundi Flóka og þjálfurum hans innilega til hamingju með sigurinn!
Eftir Ásta Urbancic 30 Apr, 2024
Skemmtimót á stórum borðum
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 28 Apr, 2024
Sunddeild KR keppti á Lýsis móti Ármanns í Laugardalslaug helgina 27-28 apíl. Það voru miklar bætingar og flottur árangur á mótinu. Það ríkir mikil spenna í hópnum þar sem næsta verkefni er Esbjerg swim cup í Danmörk 10-12 maí, en þangað fara 23 sundmenn úr A og B hóp sunddeildarinnar
Fleiri fréttir
Share by: