Næstu leikir

"ÖFLUG LIÐSHEILD SEM FÓRNAR SÉR"

Öllum opið

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40
og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu. Æfingarnar eru í KR alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.


Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"VIÐ ERUM KR"

Fréttir

Eftir Ásta Urbancic 22 Sep, 2024
Alls taka níu KR-ingar þátt í æfingabúðum landsliðsins um helgina en æfingarnar fara fram í Íþróttahúsi Hagaskóla. Peter Nilsson, landsliðsþjálfari, kemur til landsins frá Svíþjóð nokkrum sinnum á ári og heldur æfingar með landsliðshópnum. Að þessu sinni eru bæði leikmenn úr A-landsliðshópi og unglingalandsliðshópi á æfingunum. Þessir KR-ingar taka þátt um helgina: Aldís Rún Lárusdóttir Eiríkur Logi Gunnarsson Ellert Kristján Georgsson Gestur Gunnarsson Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir Helena Árnadóttir Lúkas André Ólason Norbert Bedö Pétur Gunnarsson Á forsíðumyndinni má sjá bræðurna Pétur og Eirík Loga á Íslandsmótinu 2024, mynd úr myndasafni BTÍ.
19 Sep, 2024
Ólafur Gíslason er látinn tæplega 84 ára að aldri. Ólafur var fæddur í Reykjavík 16. nóvember 1936. Hann stundaði knattspyrnu í KR frá unga aldri, og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með KR sumarið 1954. Þeir urðu fleiri sumarið 1955 en það sumar vann KR sinn 15. Íslandsmeistaratitil. Það fóru ekki margir landsleikir fram á þessum árum en 1956 lék Ólafur sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd, gegn enska áhugamannalandsliðinu. Hann bætti við öðrum leik sumarið 1957 gegn franska landsliðinu í undankeppni HM, sem fór fram í Svíþjóð sumarið 1958. Leikurinn við Frakka var fyrsti leikur Íslands í HM. Ólafur lauk fyrri hluta námi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og lokaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla vorið 1962. Hann starfaði síðan lengst af hjá Ístaki og Pihl og Søn, bæði hérlendis og víða um heim. Eftir að alvara færðist í verkfræðinámið mátti knattspyrnan sætta sig við að víkja í annað sætið. Ólafur lék alls 43 leiki með meistaraflokki KR – þá síðustu sumarið 1960. Ólafur lést þann 28. ágúst sl. KR sendir ekkju Ólafs, Gerðu S. Jónsdóttur, og fjölskyldu þeirra hugheilar samúðarkveðjur við fráfall Ólafs.
18 Sep, 2024
Gabríel Hrannar Eyjólfsson (1999) hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR, út keppnistímabilið 2027. Gabríel er uppalin í KR en hefur spilað fyrir Vestra og Gróttu síðustu ár. Gabríel getur leyst margar stöður á vellinum en hans aðalstaða er bakvörður.  Við bjóðum Gabríel velkominn aftur í KR og hlökkum til að sjá hann í KR treyjunni á ný eftir tímabilið
Fleiri fréttir
Share by: