ÁRSMIÐASALAN ER HAFIN

""

"ÖFLUG LIÐSHEILD SEM FÓRNAR SÉR"

Öllum opið

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40
og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu. Æfingarnar eru í KR alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.


Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"VIÐ ERUM KR"

Fréttir

Eftir Ásta Urbancic 05 Oct, 2024
Jafntefli hjá KR-A í 1. deild karla
04 Oct, 2024
Halldór Snær Georgsson (2004) hefur skrifað undir fjögurra ára samning við KR, út keppnistímabilið 2028. Halldór er markmaður uppalinn í Fjölni. Halldór byrjaði meistaraflokksferill sinn í Vængjum Júpiters þar sem hann spilaði 19 leiki. Þá hefur hann spilað 40 leiki með Fjölni í Lengjudeildinni og á 8 leiki með U19 landsliði Íslands. Halldór Snær var lykilmaður í liði fjölnis á nýafstaðnu tímabili og var valinn leikmaður ársins hjá Fjölni. Júlíus Mar Júlíusson (2004) hefur einnig skrifað undir fjögurra ára samning við KR, út keppnistímabilið 2028. Júlíus Mar er kraftmikill og leikinn hafsent sem byrjaði ferilinn sinn í Vænjum Júpiters og hefur verið lykilmaður í liði Fjölnis undanfarin ár. Júlíus hefur spilað 83 leiki fyrir Fjölni og á 3 leiki með U19 landsliði Íslands. Júlíus var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni fyrir góða frammistöðu í sumar. Við bjóðum Dóra og Júlla velkomna í KR og hlökkum til að sjá þá spila í svart hvítu á næsta tímabili.
04 Oct, 2024
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið Benoný Breka Andrésson í hópinn gegn Litháen á Víkingsvelli 10. október og 15. október gegn Dönum á Vejle stadion. Leikirnir eru liður í riðlakeppni 23/25 U21 liða. Þú ert vel að þessu kominn Benó, gangi þér sem allra best.
Fleiri fréttir
Share by: