Sumarnámskeið í KR

Eftirfarandi deildir eru með sumarnámskeið í boði fyrir hress KR börn.


  • Borðtennis
  • Fótbolti
  • Frjálsar
  • Körfubolti
  • Sund


Nánari upplýsingar og skráning eru á abler undir hverri deild fyrir sig.

fara á abler.

Næstu leikir

"ÖFLUG LIÐSHEILD
SEM FÓRNAR SÉR"

Nýr völlur
bætt aðstaða


Endurbætur á æfingasvæði KR

Loksins er komið að því að við fáum nýtt fjölnota íþróttahús. Nýja húsið mun bæta aðstöðuna hjá KR til muna og getum við ekki beðið eftir að taka það í notkun.


Fyrsta skóflustunga verður á þessu ári, 2024.


Nánari upplýsingar

Öllum opið

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40
og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu. Æfingarnar eru í KR alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.


Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"VIÐ ERUM KR"

Fréttir

Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 20 Jun, 2024
Knattspyrnudeild KR hefur sagt upp samningi Gregg Ryder sem var ráðinn þjálfari mfl. karla síðastliðið haust. Ástæða uppsagnar er óviðunandi árangur liðsins það sem af er sumri. Knattspyrnudeild KR þakkar Gregg fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar. Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í leik liðsins á móti Víkingi næstkomandi laugardag.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 19 Jun, 2024
Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur síðustu mánuði verið að vinna að nýrri stefnu fyrir kvennastarf deildarinnar. Árangur félagsins í meistaraflokki hefur ekki verið ásættanlegur sl. ár fyrir stórt félag eins og KR og er ný stefnumótun, byggð á fimm ára áætlun, hluti af viðbrögðunum við því. Markmiðið er að byggja upp starf sem er leitt af langtímahugsun og styrkja þær stoðir sem kvennastarfið byggir á, sem og nýta meðbyr stofna og strauma sem nú eiga sér stað í kvennaboltanum víðs vegar um heiminn. Kvennaknattspyrnan hefur tekið miklum breytingum síðustu ár, bæði innan vallar sem utan. Vinsældir hennar hafa aukist gríðarlega sem sést vel á mikilli aukningu í áhorfi í sjónvarpi, margfalt meiri aðsókn á leiki, áhuga fjölmiðla og síðast en ekki síst á því fjármagni sem hefur komið inn í rekstur liða. Sem dæmi um aukinn áhuga á kvennaboltanum má nefna að kvennalið Arsenal muna leika alla heimaleiki sína á Emirates vellinum á næsta tímabili. Einnig hefur eignarhald kvennaliða breyst og hafa fjárfestingarsjóðir fjárfest í liðum á stærstu mörkuðunum en á sama tíma tengt liðin við mikilvæg málefni í þeim samfélögum sem þau tilheyra. Áunnir styrkleikar kvennaliða KR eru margir og þeir munu ekki hverfa. Vinnan við stefnuna tekur mið af þeim en einnig er hugað að því hvernig hægt er að styðja við liðið fjárhagslega svo það geti verið sjálfstæð og sterk eining. Nú þegar hefur fjárhagslegt bakland kvennaliðs KR til næstu fimm ára verið tryggt með öflugu framlagi frá ýmsum bakhjörlum félagsins. Þetta fjármagn verður ekki eingöngu nýtt til að styrkja liðið með leikmannakaupum heldur einnig til að bæta aðstöðu liðsins, auka fræðslu og þekkingu á mikilvægum þáttum eins og næringarfræði, eflingu styrktarþjálfunar og sjúkraþjálfunar fyrir liðið sem og að hlúa að félagslegum þáttum. Stórbætt aðstaða sem er framundan og innkoma nýrra ráðninga hjá félaginu mun einnig styrkja stefnuna til muna. Þessar breytingar munu styrkja félagið í heild sinni.  Við horfum því jákvæð fram á við og teljum að kvennastarfið og kvennalið félagsins eigi bjarta framtíð fyrir höndum.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 18 Jun, 2024
Dagana 13.-15. júní fór fram TM mót í Vestmannaeyjum fyrir 5. flokk stúlkna. Mótið í ár var annað stærsta mótið frá upphafi en alls tóku 120 lið þátt frá 34 félögum, alls um 1.200 keppendur víðsvegar af landinu. Eins og þau segja þá gerast ævintýrin í Eyjum, og þar verða góðar minningarnar til líka. 43 kátar KR stelpur geta borið vitni um það. KR1 stóð uppi sem sigurvegari á mótinu og er því TM mótsmeistari 2024 , sem er glæsilegur árangur hjá liðinu. Það voru lið KR og Vals sem mættust á Hásteinsvelli í úrslitaleik TM-mótsins 2024. KR-ingar komust yfir snemma leiks með marki Oktavíu Gunnarsdóttur og þrátt fyrir tilraunir Vals til að jafna leikinn tókst þeim það ekki og KR-ingar því meistarar. KR2 lenti í 3. sæti um Gullbergsbikarinn KR3 lenti í 8. sæti um Stígandabikarinn KR4 lenti í 2. sæti um Herjólfsbikarinn KR5 lenti í 8. sæti um Sigurðarbikarinn KR átti þrjá fulltrúa í liði mótsins, en þær Oktavía Gunnarsdóttir, Agnes Lóa Sæmundsdóttir og Hrafnhildur Anna Stefánsdóttir voru allar í liði TM mótsins. Agnes var fulltrúi KR í Pressuliði mótsins. Þjálfarar flokksins eru þau Guðjón Kristinsson, Hildur Björg Kristjánsdóttir og Bjarki Pjetursson. Greinilega efnilegar stúlkur hér á ferð og framtíðin er björt hjá KR.
Fleiri fréttir
Share by: