Úrslit í HHÍ / Vallamótinu 2016

Nú liggja fyrir úrslit í HHÍ/Vallamótinu sem haldið var á dögunum.  Mótið var með miklum jólablæ, þar sem þátttakendur voru aðeins tólf.  Jafn margir lærisveinunum. Að venju hófst mótið  á því að keppt var í X-inu og var Vallabikarinn undir. Keppt var í tveimur riðlum, A riðli og B riðli.  Og hinir síðustu urðu fyrstir. Helgi Jarl smiðjugaur, handahafi Vallabikarsins frá síðasta ári, kom úr djúpinu eins og stökkvandi hnúfubakur við túristabát og hirti bikarinn aftur. Um tíma var þó allt útlit fyrir að hann yrði skutlinum að bráð.

X-ið úrslit.

1.sæti Helgi Jarl.

2. sæti Páll Sævar.

3.sæti Ólafur Sigurjónsson

Þar sem rúmur tími var fyrir höndum var ákveðið að spila 301 double in/ double out. Eftir harðan úrslitaleik sem réðst í oddaleik, þar sem silfurliðið komst ekki inn, urðu úrslitin sem hér segir,

301  úrslit

1.sæti Kristinn Ingason og Hinrik Þráinsson

2.sæti Kristófer  og félagi hans

3.sæti Óli Sigurjóns og Beggi sterki

20161209_203735 20161209_203744 20161209_203801 20161209_203819 20161209_220356 20161209_225724 20161209_225741 20161209_225742 20161209_225805 20161209_225806 20161209_225825 20161209_203744-copy 20161209_203736-copy