Til baka

Viðbragðsteymi KR

 

Viðbragðsteymi Vesturbæjar var stofnað 6. mars 2008. Boð sent til fulltrúa leik- og grunnskóla, lögreglu, heilsugæslu, kirkju, íþróttafélags og skáta. Valið var stjórn Viðbragðsteymis Vesturbæjar. Stjórnina skipa: fulltrúi Vesturgarðs, fulltrúi leik- og grunnskóla,fulltrúi heilsugæslu, fulltrúi Frostaskjóls og KR.

Markmiðið með stofnun viðbragðsteymis er að tryggja samvinnu allra stofnana í Vesturbænum og þar með styðja öflugar við alla starfsmenn og íbúa í hverfinu.

Verkefni stjórnar er að tryggja tengilið í öllum stofnunum. Móta reglur og áætlanir teymisins, senda út mikilvægar upplýsingar sem aðrir geta nýtt sér og kynna fræðslu um áfallahjálp. Hafa yfirsýn á áfallaáætlanir í öllum stofnunum hverfisinns og styðja við fjölskyldur og einstaklinga í vesturbænum ef upp koma áföll.

Forsendur viðbragðsteymis er að unnið er frá skilgreiningu á orsökum áfallastreitu, og ef einstaklingurinn er þátttakandi eða vitni að atburði þar sem dauðsfall eða ógn um dauða eða alvarlegan skaða þeirra eða annarra á sér stað. Viðbragðsteymið hjálpar einstaklingum um hvert er að hægt leita í neyð. Viðbragðsteymið fylgir málum eftir og fer yfir mál sem koma að fjöskyldum, leik- og grunnskóla og íbúum í hverfinu.

Viðbragðsteymi  Vesturbæjar skipa:

 • Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri, fulltrúi leikskóla – 693-9893
 • Varamaður: Rannveig Bjarnadóttir leiksólastjóri – 693-9820
 • Guðrún Kaldal forstöðukona Frostaskjóls, frístundamiðstöðvar – 695-5056
 • Varamaður:  Héðinn Sveinbjörnsson – 695-5052
 • Hildur Einarsdóttir deildarstjóri, fulltrúi Hagaskóla – 664-8213
 • Varamaður:  Ómar Örn Ólafsson aðstoðar skólastjóri –  664-8211
 • Theodóra Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, Heilsugæslan – 861-9674
 • Varamaður:  Guðrún Þorláksdóttir hjúkrunarfræðingur, Heilsugæslan
 • sr. Bjarni Þorsteinsson, Neskirkja – 511-1560
 • Varamaður: sr. Sigurður Árni Þórðarson, Neskirkja – 862-2312
 • Stefán Arnarson íþróttafulltrúi KR – 699-4555
 • Varamaður: Magnús Ingimarsson
 • Sigþrúður Erla Arnardóttir sálfræðingur, deildarstjóri Vesturgarði – 664-7781
 • Varamaður:  Sigrún Skaftadóttir félagsráðgjafi, deildarstjóri – 899-3315