Til baka

Siðareglur KR

Siðareglur KR
Þjálfari:
 • Komdu fram við alla iðkendur á einstaklingsgrunni og á þeirra eigin forsendum.
 • Vertu meðvitaður um hlutverk þitt sem fyrirmynd, bæði utan vallar og innan.
 • Talaðu ávallt gegn notkun ólöglegra lyfja, neyslu áfengis og tóbaks.
 • Virtu alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika (Fair Play) í íþróttum.
 • Sjáðu til þess að þjálfun og keppni sé við hæfi iðkenda með tilliti til aldurs, reynslu og hæfileika.
 • Mismunar ekki skjólstæðingum sínum, til dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða skoðana.

Iðkandi ( yngri ) – þú ættir að:

 • Sýna öllum iðkendum virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum.
 • Virða alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika (Fair Play) í íþróttum.
 • Þræta ekki eða deila við dómarann og forðast niðurlægjandi köll um samherja, mótherja, dómara þjálfara eða aðra starfsmenn félagsins.
 • Vinnur gegn fordómum og vinnur gegn einelti og kynþáttaníð.
Iðkandi (eldri) – þú ættir að:
 • Sýna öllum iðkendum virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum.
 • Virða alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika (Fair Play) í íþróttum.
 • Vera ávallt til fyrirmyndar varðandi framkomu og taka sjálf/ur höfuðbábyrgð á framförum þínum og þroska.
 • Virða alltaf ákvarðanir dómara og annarra starfsmanna leiksins.
 • Vinnur gegn fordómum og vinnur gegn einelti og kynþáttaníð

 


Foreldri/forráðamaður, hafðu ávallt hugfast að:
 • Börn læra mest af því að framkvæma. Lærðu að meta góða frammistöðu allra barna í hópnum.
 • Hvetja barnið þitt til að fara eftir og virða reglur íþróttanna og að leysa deilur án fjandskapar eða ofbeldis.
 • Styðja og hvetja öll börn og ungmenni – ekki bara þín eigin.
 • Mismunar ekki skjólstæðingum sínum, til dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða skoðana.
Stjórnarmaður/starfsmaður:
 • Stattu vörð um siðareglur og gildi félagsins og sjáðu um að hvorttveggja lifi áfram meðal félagsmanna.
 • Virtu alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika (Fair Play) í íþróttum.
 • Haltu félagsmönnum vel upplýstum og gerðu félagsmenn að þátttakendum í ákvarðanatöku eins og hægt er.
 • Mismunar ekki skjólstæðingum sínum, til dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða skoðana.