KR er komið í samstarf með Blátt áfram samtökunum. Að því tilefni var haldinn fundur fyrir þjálfara og starfsfólk KR fimmtudaginn 15. desember. Fundurinn var vel sóttur og voru líflegar umræður um stefnu og starfsaðferðir KR þegar grunur vaknar um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem vinna með börnum og unglingum á fundinum var rætt um forvarnarverkefnið Blátt áfram og hvernig hægt er að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Spurningum eins og hver eru merkin og hvert á að leita hjálpar voru rætt og líka var rætt um út afhverju börnin segja ekki frá og hvernig er mikilvægast að tala við börnin?
Farið var í gegnum 7 skrefa bæklinginn og mikilvægi þess að leita sér hjálpar þó að það geti verið erfitt. Staðreyndirnar voru ræddar, þar kom fram að 1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum verða fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur á Íslandi. Farið var yfir hvað er kynferðislegt ofbeldi. Einnig var talað um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Sigríður talaði um hennar reynslu og afleiðingar þess að alast upp við ofbeldi og hvað þar er mikilvægt að finna leið til að segja frá. Að lokum var rætt um leiðir og úrræði sem í boði eru fyrir alla fjöskylduna.
Sigríður Björnsdóttir frá Blátt áfram stjórnaði fundinum og verður hún félaginu til halds og trausts í þessum málum í samvinnu við Stefán Arnarson íþróttafulltrúa KR.