Til baka

Forvarnarstefna KR

Forvarnarstefna KR – Viðbragðsáætlun
1. Forvarnagildi íþrótta
Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna
að þau ungmenni sem eru virk í íþróttastarfi reiðir betur af og neyta síður vímuefna en þau sem ekki taka
þátt. Einnig sýna rannsóknir að neysla tóbaks og annarra vímuefna hefur neikvæð áhrif á árangur í
íþróttum. Félagið vill efla enn frekar vímuvarnagildi íþrótta með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu í
tengslum við íþróttir. Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu tóbaks,
áfengis og annarra vímuefna. Í þessu skjali er talaði um ofbeldi. Ekkert ofbeldi verður liðið af hálfu KR í
hvaða mynd sem það birtist.
2. Neysla tóbaks og vímuefna.
Félagið er andvígt neyslu tóbaks og vímuefna allra iðkenda og annarra félagsmanna sem koma að
íþróttastarfi á vegum félagsins. Öll neysla tóbaks og vímuefna er bönnuð í tengslum við æfingar og keppni
á vegum félagsins og er Frostaskjólið reyklaust svæði.
3. Viðbrögð félagsins og áætlun um hvert skal leita
Félagið mun bregðast sérstaklega við allri neyslu iðkenda undir 18 ára aldri og foreldrar verða upplýstir um
slíka neyslu. Þegar um sjálfráða einstaklinga er að ræða (eldri en 18) mun félagið bregðast við neyslu þeirra
á vímuefnum og tóbaki þar sem reglur félagsins eru brotnar (sbr. lið 2) og við neyslu sem hefur áhrif á
ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins.
Viðbragðs áætlun félagsins í málefnum eineltis og ofbeldis þ.m.t. kynferðisofbeldis er byggð á tilmælum
ÍSÍ og IBR
Viðbragðsáætlun félagsins ef uppkoma mál er varðar einelti eða kynferðislegt ofbeldi eða minnsta
grun um slíkt er eftirfarandi :
1. Tilkynna ber Íþróttafulltrúa strax ef grunur vaknar um ofbeldi eða iðkandi – sjálfboðaliði hafi orðið
fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings innan félagsins.
2. Ef ekki er hægt af einhverjum ástæðum að tilkynna til íþ.fullt., er það formaður deildar og eða
þjálfari viðkomandi deildar.

3. Formaður barna og unglingaráðs viðkomandi deildar er þriðji í röðinni ef fyrri aðilar eru ekki inni í
myndinni af einhverjum óútskýrðum ástæðum.
4. Formaður aðalstjórnar er sá sem hægt er að leita til ef fyrri aðilar eru ekki inni í myndinni.
4. Hlutverk þjálfara í forvarnarstefnu og viðbragðs áætlun félagsins

Þjálfarar skulu vinna eftir forvarnarstefnu félagsins, þar með talið að bregðast við vímuefnaneyslu iðkenda
á viðeigandi hátt. Félagið mun sjá þjálfurum fyrir fræðslu um áhrif vímuefnaneyslu á árangur í íþróttum.
ásamt fræðslu um einelti og kynferðislegt ofbeldi, sem þjálfarar síðan miðla áfram til iðkenda. Þjálfarar
skulu framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og
unglinga.
5. Samstarf við foreldra
Félagið mun upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum ásamt viðbragðsáætlun. Félagið mun
standa að góðu samstarfi við foreldra iðkenda með fræðslu um neikvæð áhrif áfengis og annarra vímuefna á
árangur í íþróttum, auk fræðslu tilforeldra um einelti og kynferðislegt ofbeldi með opnum fyrirlestrum eins
og hægt er. Félagið mun starfa náið með fagfólki á þeim sviðum sem eiga við í hvert skipti og hafa samráð
við foreldra, þurfi að taka á neysluvandamáli iðkanda undir sjálfræðisaldri ásamt því að vera í samskiptum
við foreldra ef upp kemur vitneskja um einelti eða annað ofbeldi sem ekki er liðið innan félagsins.
6. Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga
Félagið mun hafa samstarf við þá aðila sem sinna starfi barna og unglinga í hverfinu í gegnum Vesturgarð
og skóla hverfisins. Félagið mun hafa samstarf við fagaðila ásamt ÍSÍ, fá frá þeim fræðsluefni og hafa
samráð um einstaklinga í áhættuhópi