Til baka

Framtíðarsjóður KR

Saga KR frá 1899 geymir marga glæsta sigra og marga stóra drauma sem rættust. En saga KR er þó fyrst og fremst saga um mikilvægt samfélagslegt hlutverk og umfangsmikið barna- og unglingastarf í vesturbæ Reykjavíkur. Metnaður KR stendur til þess að sinna því starfi enn betur. Eitt skref í þeirri viðleitni er stofnun Framtíðarsjóðs KR.

Markmið Framtíðarsjóðs KR er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár.

Framlög í Framtíðarsjóð KR mynda höfuðstól sem skerðist ekki og vex með nýjum framlögum. Aðeins má nota ávöxtun sjóðsins, umfram verðbólgu, til úthlutunar til verkefna sem teljast stuðla að framtíðarheill félagsins, s.s. uppbyggingar og þróunar á starfsemi og aðstöðu. Úthlutunum úr sjóðnum er þannig ekki ætlað að standa undir daglegum rekstri félagsins eða einstakra deilda.

Framlög í Framtíðarsjóð KR geta verið í ýmsu formi styrkja og gjafa, s.s. afmælisgjafa, arfs, minningarkorta, í tengslum við skipulögð söfnunarátök, eingreiðslur eða mánaðarlegar stuðningsgreiðslur. Framlög í framtíðarsjóðinn eru eyrnamerkt þeim aðila, einstaklingi eða félagi, sem stendur að framlaginu.

Framlög skal greiða inn á reikning 0133-15-4877, kt. 700169-3919 samhliða skilaboðum í forminu hér að neðan.

Framtíðarsjóður KR leitar eftir stuðningi þínum. Þú getur lagt framtíð KR lið og styrkt Framtíðarsjóð KR með eftirfarandi hætti: