Tveir titlar til KR á Íslandsmótinu í borðtennis

Tveir titlar til KR á Íslandsmótinu í borðtennis

Ársól Clara Arnardóttir sigraði í 1. flokki kvenna og Steinar Andrason í 2. flokki karla á Íslandsmótinu í borðtennis, sem fram fór í TBR-húsinu 6.-7. mars.

Í 1. flokki kvenna átti KR þrjár af fjórum á verðlaunapalli. Ársól lagði Kristínu Ingibjörgu Magnúsdóttur 3-0 (11-8, 12-10, 11-8). Ársól sigraði líka í flokknum árið 2019. Þóra Þórisdóttir varð í 3.-4. sæti en hún tapaði 2-3 fyrir Ársól í undanúrslitum.

Steinar sigraði Jón Gunnarsson úr BH 3-0 (11-7, 12-10, 11-9) í úrslitaleiknum í 2. flokki karla.

Eiríkur Logi Gunnarsson átti titil að verja í 1. flokki karla en hann tapaði í oddalotu í undnúrslitum fyrir Erni Þórðarsyni úr HK.

Kristjana Áslaug Káradóttir fékk brons í 2. flokki kvenna en hún tapaði 1-3 fyrir Söndru Dís Guðmundsdóttur úr BH sem sigraði í flokknum.

Ellert Kristján Georgsson og Pétur Gunnarsson fengu brons í tvíliðaleik karla. Þeir töpuðu 1-3 í undanúslitum fyrir Inga Darvis Rodriguez og Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni úr Víkingi.

Lára Ívarsdóttir og Þóra Þórisdóttir fengu brons í tvíliðaleik kvenna. Þær töpuðu 0-3 fyrir Agnesi Brynjarsdóttur og Nevenu Tasic, sem urðu Íslandsmeistarar.

Davíð Jónsson, stigahæsti leikmaður KR, meiddist í tvíliðaleik þegar hann og Gestur Gunnarsson, meðspilari hans, voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Þeir drógu sig úr keppni og Davíð lék heldur ekki í einliðaleik, þar sem hann var fjórði stigahæsti leikmaðurinn.

Kynslóðaskipti hafa orðið í kvennaflokki hjá félaginu, þar sem Aldís Rún Lárusdóttir, sem hefur verið drjúg við söfnun verðlauna á Íslandsmótum undanfarin ár hefur ekki keppt í vetur. Þá hefur Auður Tinna Aðalbjarnardóttir einbeitt sér að þjálfun og lék aðeins í tvenndarleik. Hins vegar eru margar ungar konur í deildinni fæddar 2000 og síðar sem eiga framtíðina fyrir sér.

Úrslit úr einstökum flokkum

Meistaraflokkur karla

 1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
 2. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi

3.-4. Birgir Ívarsson, BH

3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi

Meistaraflokkur kvenna

 1. Nevena Tasic, Víkingi
 2. Sól Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi

3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

1. flokkur karla

 1. Óskar Agnarsson, HK
 2. Örn Þórðarson, HK

3.-4. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR

3.-4. Hlynur Sverrisson, Víkingi

1. flokkur kvenna

 1. Ársól Clara Arnardóttir, KR
 2. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR

3.-4. Lóa Floriansdóttir Zink, Víkingi

3.-4. Þóra Þórisdóttir, KR

2. flokkur karla

 1. Steinar Andrason, KR
 2. Jón Gunnarsson, BH

3.-4. Ladislav Haluska, Víkingi

3.-4. Reynir Georgsson, HK

2. flokkur kvenna

 1. Sandra Dís Guðmundsdóttir, BH
 2. Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpi

3.-4. Kristjana Áslaug Káradóttir, KR

3.-4. Weronika Grzegorczyk, Garpi

Tvíliðaleikur karla

 1. Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson, BH
 2. Ingi Darvis Rodriguez/Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi

3.-4. Björgvin Ingi Ólafsson/Hákon Atli Bjarkason, HK/ÍFR

3.-4. Ellert Kristján Georgsson/Pétur Gunnarsson, KR

Tvíliðaleikur kvenna

 1. Agnes Brynjarsdóttir/Nevena Tasic, Víkingi
 2. Harriet Cardew/Sól Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Lára Ívarsdóttir/Þóra Þórisdóttir, KR

3.-4. Lóa Floriansdóttir Zink/Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

Tvenndarleikur

 1. Ingi Darvis Rodriguez /Nevena Tasic, Víkingi
 2. Magnús Gauti Úlfarsson /Sól Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson/Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi

3.-4. Birgir Ívarsson/Stella Karen Kristjánsdóttir, BH/Víkingi