Theódór Elmar Bjarnason snýr heim

Theódór Elmar Bjarnason snýr heim

Theódór Elmar Bjarnason hefur samið við okkur KR inga. Emmi spilaði upp alla yngri flokka KR en árið 2004 var hann seldur til Celtic í Skotlandi. Hann hefur frá árinu 2004 verið í atvinnumennsku og leikið í Noregi, Svíþjóð, Tyrklandi og Danmörku ásamt því að hafa leikið 41 leik fyrir landslið Íslands. Við fögnum því að Emmi sé kominn heim og mun hann hjálpa til í þeirri baráttu sem framundan er. Fyrsti leikur Emma verður gegn KA á mánudag.