Taekwondokrakkar í vesturbænum í hópi þeirra bestu

Nú um helgina fóru fram úrtökur fyrir Unga og efnilega í kyorugi (bardaga) á vegum Taekwondosambands Íslands. U&E hópurinn er valinn til að fóstra vel og dyggilega hæfileikafólk í íþróttinni, þarna stíga framtíðar landsliðsmenn og -konur sínu fyrstu afreksskref. Hópurinn kemur svo saman eina helgi í mánuði og æfir þá undir stjórn landsliðsþjálfara.

Nokkrir vaskir KR-ingar mættu á úrtökuna og er skemmst frá því að segja að öll komust þau í hópinn! Þarna eru miklir hæfileikar á ferð og ljóst að metnaður, dugnaður og góðar æfingar þeirra eru að skila sér. Við búumst við að sjá meira af afrekum þeirra á næstunni , þarna er framtíðin mætt á sviðið.

Við óskum Gesti, Álfdísi, Snorra, Guðna og Sólon til hamingju með árangurinn og sætin sín í U&E hópnum.

 UEkyorugi
Á myndinni má sjá U&E hópinn.