Taekwondo-tímabilið að hefjast!

Nú er kjörið tækifæri til að byrja á einhverju nýju og spennandi! Taekwondo er íþrótt fyrir alla og auðvelt að koma og prófa. Komdu á æfingu í viku og sjáðu hvernig taekwondo hentar þér áður en þú skuldbindur þig með skráningu. Þú þarft bara að mæta, fara úr sokkunum og vera tilbúin/n að svitna!

Taekwondo iðkendur æfa snerpu, liðleika, styrk, efla sjálfstraust sitt, fá frábæran félagsskap og læra sjálfsvörn. Æfingar fara fram í íþróttasal Frostheima. Mánudaginn 22. ágúst hefjast æfingar barnahópa en fullorðnir fara af stað örlítið seinna, fimmtudaginn 1. september.

Krakkar æfa á mánudögum og miðvikudögum, kl. 17:30-18:30 (til 19:00 fyrir lengra komna).

Fullorðnir æfa á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:45-22:00 og á fimmtudögum kl. 19:30-20:50.

 

Æfingagjöldin má sjá hér: https://kr.is//almenningur/taekwondo/aefingagjold/ en skráning fer fram hér: https://kr.felog.is/

 

Karl Jóhann svarar fyrirspurnum um íþróttina og æfingar, sendu póst á kaj@mh.is