TAEKWONDO-DEILD KR STOFNUÐ

TAEKWONDO-DEILD KR STOFNUÐ

Á aðalfundi KR í maí sl., og að tillögu aðalstjórnar KR var samþykkt heimild um stofnun Taekwondo-deildar KR með full réttindi íþróttadeildar. Deildin hafði þá starfað í samstarfi við KR í rúmlega 10 ár. Stofnfundurinn var haldinn í KR-heimilinu þann 18. júní sl. Þar voru kjörin í stjórn deildarinnar: María Rán Guðjónsdóttir, formaður, Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, María Bragadóttir, Selma Hafliðadóttir og Sigurður Ásgeir Kristinsson, og í varastjórn Lilja Ársælsdóttir og Karl Jóhann Garðarsson. KR væntir mikils af deildinni í framtíðinni. Myndin sýnir nýkjörna stjórn deildarinnar ásamt formanni KR, Lúðvíki S. Georgssyni.