Stór áfangi í uppbyggingarmálum KR

Stór áfangi í uppbyggingarmálum KR

Byggingarnefnd á vegum Reykjavíkurborgar og KR hefur hafið formlega störf en fyrsti fundur hennar var í síðustu viku.

Fulltrúar KR í nefndinni eru þeir Árni Geir Magnússon og Páll Kristjánsson. Hlutverk nefndarinnar er að hafa veg og vanda af uppbyggingu á knatthúsi og annarri tengdri aðstöðu á KR svæðinu.

Fyrirhuguð uppbygging tekur mið af ný samþykktu deiliskipulagi og samningi KR og Reykjavíkurborgar. Næstu skref nefndarinnar verða m.a. að láta fullhanna knatthúsið, þ.a. hefjast megi handa við uppbyggingu hið fyrsta.