Stefnumótun

Í desember 2018 var samþykkt í aðalstjórn KR fara í stefnumótunarvinnu. Stefnumótun fyrir félagið var unnin árið 2006 og 2007 og samþykkt á aðalfundi félagins í maí 2007. Stefnumótunin sem þa var unnin gilti til ársins 2020. Til að stýra stefnumótunarvinnunni var fengin Guðmunda Ólafsdóttir og vann hún stefnumótunina sem hluta af lokaverkefni sínu við MBA nám við Háskóla Íslands. Ákveðið var að rýna þá stefnu sem var í gildi og vinna út frá gildum félagsins. Stefnumótunarfundur var haldinn með með fulltrúum deilda félagsins 2. mars 2019. Á fundinn voru boðaðir fulltrúar allra deilda innan KR. Formaður félagsins sá um boðun félagsmanna með tölvupósti til formanna allra deilda. Fyrir fundin hittust skýrsluhöfundur og formaður félagsins til þess að undirbúa og skipuleggja lykilspurningar sem leitað var svara við. Fundurinn var settur upp með þjóðfundarformi. Í byrjun fundarins var unnin SVÓT greining fyrir félagið, þar sem þátttakendur greindu styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri félagsins. Eftrirfarandi kjarnaspurningum var velt upp: „Hvernig getur KR orðið framúrskarandi í augum iðkenda, þjálfara, sjálfboðaliða og samfélagsins. Loks var farið yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þau tengt við stefnu KR. Helsta niðurstöður snúa að aðstöðumálum félagsins og er það lykilatriði í hugum KR-inga að bæta hana. Einnig þarf að skipuleggja betur stjórnunarlega innviði og efla samvinnu á milli deilda. Stefnumótunin var samþykkt í aðalstjórn og kynnt á aðalfundi KR í maí 2019.

Stefnumótunarskjölin má sjá með því að smella á eftirfarandi tengla:

Gildi-og-framtíðarsýn-KR-til-2024
Skýrsla-til-Aðalstjórnar
Stefnumótun KR