Skráning í knattspyrnuskóla KR í fullum gangi

Skráning í knattspyrnuskóla KR í fullum gangi

Skráning stendur nú yfir á Sportabler fyrir Knattspyrnuskóla KR sumarið 2021. Fyrsta námskeið hefst 11. júní.

1. Námskeið – 11. júní til 25. júní
2. Námskeið – 28. júní til 9. júlí
3. Námskeið – 12. júlí til 23. júlí
4. Námskeið – 26. júlí til 6. ágúst

https://www.sportabler.com/shop/kr/fotbolti
*Einnig hægt að skrá beint úr appinu. Finna “mitt svæði” – verslun – KR fótbolti.

Hvert námskeið stendur frá kl. 9.00 – 12.00 alla virka daga. Boðið er upp á gæslu á milli kl. 8.00 – 9.00 og kl. 12.00 – 14.00 en það þarf að velja sérstaklega um þann möguleika við skráningu.

Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti. Brýnt er fyrir foreldrum að senda börnin með hollt og gott nesti. Seinni föstudaginn á hverju námskeiði verður grillveisla fyrir alla iðkendur sem hefst klukkan 11:00.

Skólastjóri er Auðunn Örn Gylfason, þjálfari 6. og 2.fl. karla.
Netfang: audunn@kr.is
Sími: 6621020