Skráning hafin hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar.

Skráning hafin hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar.

Nú er að hefjast nýtt innheimtutímabil hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar. 

Innheimtutímabilið er 1.1. – 31.12.2022.

Nú þurfa því foreldrar iðkenda að skrá börn sín. Skráning iðkenda fer fram í gegnum Sportabler.

Sú breyting er á skráningu nú að iðkendur er ekki forskráðir en foreldrar/forráðamenn þurfa að skrá börn sín og ganga frá greiðslu æfingagjalda.

Allar upplýsingar um æfingagjöldin og greiðslu þeirra eru inná vefsíðu KR.

Upplýsingar um æfingatíma og þjálfara eru einnig á vefsíðunni.

Ef aðstoðar er þörf er hægt að hafa samband við skrifstofu KR með því að senda tölvupóst á skrifstofa@kr.is
Viljum einnig minna á nýtt frístundakort sem kom um áramótin.