Nýir Íslandsmeistarar í taekwondo: 7 gull, 3 silfur og 1 brons!

Nýir Íslandsmeistarar í taekwondo: 7 gull, 3 silfur og 1 brons!

Síðastliðinn sunnudag fór fram Íslandsmót í poomsae í Ármannsheimilinu, á vegum Taekwondosambands Íslands. Deildin hefur aldrei átt jafn marga keppendur á mótinu, en keppnisrétt hafa iðkendur sem eru 12 ára og eldri. Keppendur okkar stóðu sig með mikilli prýði og sneru heim með 7 gull, 3 silfur og 1 brons. Auk þess hlaut poomsae-þjálfari liðsins, Álfdís Freyja, gullverðlaun í öllum þremur flokkum og var valin kona mótsins.

 

Christian og Mary Lilja urðu Íslandsmeistarar í para poomsae í cadet-flokki

Taekwondobræður á sínu fyrsta Íslandsmóti: Guðmundur Flóki, Gunnar Alexander og Erling Kári.

Hluti af sigursælu liði: Karl Jóhann hlaut gull í einstaklings og para poomsae og brons í hópa, Guðmundur Flóki hlaut gull í einstaklings og silfur í para poomsae, Álfdís Freyja hlaut gull í öllum flokkum og var valin kona mótsins, María Rán hlaut gull í einstaklings poomsae og Benedikta Valgerður hlaut gull í hópa og silfur í einstaklings og para poomsae.

Spáð í spilin. Sighvatur Ómar hlaut gull og Tommy silfur í veteran flokki karla.