Mfl. karla: Aldrei fleiri heimasigrar

29. ágúst 2013 | 22:54
| Knattspyrnudeild

Leikurinn gegn Val var áttundi sigurleikur KR á KR-velli í ár. Heimasigrarnir hafa aldrei verið fleiri á einu sumri.

KR hefur átta sinnum sigrað í sjö heimaleikjum á einu ári, síðast í fyrra. Stigin sem heimavöllurinn hefur gefið eru einnig orðin fleiri en áður. KR hefur fengið 25 stig á KR-velli í ár en flest voru þau 23, árin 1992, 1999 og 2012.

KR-ingar hafa skorað 24 mörk á KR-velli í ár, eins og árin 2008 og 2012 en markametið er 30 mörk árið 2009.