María Soffía í KR

María Soffía í KR

María Soffía Júlíusdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning um að spila með KR í knattspyrnu.
María sem kemur til KR frá Víkingi á að baki á að baki 111 leiki með meistaraflokki, m.a. með
Víkingi R, HK/Víkingi, Val og Þrótti R. Hún er reynslumikill leikmaður sem kemur til með að
styrkja liðið fyrir komandi átök og þau markmið KR að komast aftur í efstu deild.
Við bjóðum Maríu Soffíu hjartanlega velkomna í KR fjölskylduna!