KR þakkar Arnþóri Inga fyrir samstarfið

KR þakkar Arnþóri Inga fyrir samstarfið

Arnþór Ingi Kristinsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Arnþór gekk til liðs við félagið 2019 og spilaði 66 leiki með KR. Arnþór Ingi hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari með KR en aðrir titlar hans með KR er Meistarakeppni KSÍ árið 2020, Reykjavíkurmót árin 2019 og 2020 sem og Deildarbikarmeistari árið 2019.

KR vill þakka Arnþóri kærlega fyrir hans framlag til félagsins.

Áfram KR!