KR semur við Finn Tómas næstu fjögur keppnistímabil.

KR semur við Finn Tómas næstu fjögur keppnistímabil.

Finnur Tómas Pálmason er uppalinn KR-ingur, en hann var seldur til Norrköping fyrir ári síðan en kom til KR á láni síðasta tímabil.  Það er frábært að fá hann til liðs við okkur aftur, enda er búist við miklu af honum næstu tímabil.  Hann var í byrjunarliði A-landsliðsins í vináttuleik þeirra við Uganda í gær og stóð sig vel.

Við bjóðum Finn Tómas velkominn í hópinn og hlökkum til að fylgjast með honum á vellinum í sumar.