KR Podcast – Finnur sem allt vinnur og upphaf Íslandsmótsins í óveðri

Það er komið út brakandi nýtt Podcast eða hlaðvarp frá KR en í þætti dagsins ræða þeir Ingvar Örn Ákason, Hilmar Þór Norðfjörð og Hjörvar Ólafsson við Finn Frey Stefánsson um körfuboltaveturinn en KR varð meistari fimmta árið í röð. Finnur ræðir þar ýmsa hluti en m.a. um að hann sé að hætta í þjálfarateymi landsliðsins.

Í seinni hlutanum ræða Ingvar og Hjörvar um upphaf Íslandsmótsins sem hefur farið af stað með látum, samt ekki beint inn á vellinum en veðurfarið hefur sett strik í reikninginn og svo virðist sem sumarið hafi gleymt sér aðeins en við vonum að það detti á sem fyrst. Rætt er um leik Vals og KR sem og bikarleikinn gegn Aftureldingu enda af ýmsu að taka.

KR-Podcast er að finna á helstu hlaðvarpsþjónustum á netinu eins og Apple Podcast og Google Play Musið en einnig má hlusta á þáttinn með því að smella hérna.

KR Podcast 7 – Finnur sem allt vinnur og fótbolta“sumarið