KR – Njarðvík á fimmtudag í DHL-Höllinni BBQ frá 18:00

Fimmtudaginn 21. nóvember mætast KR og Njarðvík í DHL-Höllinni klukkan 19:15 og verður BBQ opið frá klukkan 18:00.

KR-ingar sem eru í þriðja sæti deildarinnar með fimm sigra og tvö töp gerðu góða ferð til Keflavíkur í síðasta leik og sóttu góðan sigur á efsta liði deildarinnar. Njarðvíkingar sem hófu leiktíðina brösótt hafa verið að sækja í sig veðrið eftir mannabreytingar og sigruðu í síðustu umferð Þór Akureyri með 61 stigs mun.

Baráttan á milli þessara liða verður hörð einsog alltaf þegar að þau mætast – láttu þig ekki vanta og sýnum stuðning í stúkunni.