KR-ingar stóðu sig vel í Kópavoginum

KR-ingar stóðu sig vel í Kópavoginum

Síðustu helgar hafa KR-ingar fjölmennt í Kórinn á Krónumót HK þar sem 8., 7. og 6. flokkur drengja og stúlkna hafa látið til sín taka á fótboltavellinum.

KR-ingum gekk vel og almenn gleði ríkti innan sem utan vallar.

Framtíðin er svo sannarlega björt í KR

Takk fyrir okkur HK og ÁFRAM KR!

 

PS. Okkur þykir svo gaman að sjá unga KR-inga standa sig vel. Ef þið væruð til í að senda okkur myndir frá mótum værum við þakklát fyrir það.