KR-A tapaði fyrir Víkingi í úrslitaleik í 1. deild kvenna

KR-A tapaði fyrir Víkingi í úrslitaleik í 1. deild kvenna

KR-A tapaði fyrir Víkingi í úrslitaleik í 1. deild kvenna. Leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 1. maí. Víkingskonur urðu því Íslandsmeistarar þriðja árið í röð.

Þær Ársól Clara Arnardóttir og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir unnu tvíliðaleikinn fyrir KR þegar þær lögðu Agnesi Brynjarsdóttur og Lóu Floriansdóttur Zink 3-1. Einliðaleikirnir töpuðust hins vegar allir. Þóra Þórisdóttir tapaði 0-3 fyrir Agnesi, þar sem Þóra var yfir á tímabili bæði í 1. og 3. lotunni. Ársól tapaði 0-3 fyrir Nevenu og Kristín tapaði einnig 0-3 fyrir Nevenu. Kristín var þó óheppin að vinna ekki fyrstu lotuna, en hún tapaðist í framlengingu.

Úrslit úr einstökum leikjum:

Víkingur – KR-A 3-1

  • Agnes Brynjarsdóttir – Þóra Þórisdóttir 3-0
  • Nevena Tasic – Ársól Clara Arnardóttir 3-0
  • Agnes/Lóa Floriansdóttir Zink – Ársól/Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 1-3
  • Nevena Tasic – Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 3-0

Forsíðumyndin er frá Ingimar Ingimarssyni og Kristjáni Erni Elíassyni.