Knattspyrnudeild KR hefur samið við tvo leikmenn

Knattspyrnudeild KR hefur samið við tvo leikmenn

Knattspyrnudeild KR hefur samið við tvo leikmenn frá Bandaríkjunum, Arden O´Hara Holden og Kathleen R. Pingel um að spila með meistaraflokki kvenna á komandi leiktíð.
Kathleen (Katie) sem er 23 ára hefur spilað með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Þá spilaði hún með háskólanum, Cal State Long Beach, og var með því liði í öðru sæti í Vesturdeildinni tvö ár í röð. Í fyrra var hún búin að skrifa undir samning um að spila í efstu deildinni á Spáni, en til þess kom þó ekki þar sem deildinni var aflýst vegna Covid-19. Hún fór því á skammtímasamning til Depertivo Saprissa í efstu deild á Costa Rica.

Arden sem er 24 ára, er reynslumikill leikmaður. Hún var í liðið háskólans Ohio State Buckeyes sem leikur í 1. Deild háskólaboltans. Þá var hún á mála hjá Portland Thorns en fór þaðan til BIIK Kazygurt í Kazhakstan og lék til úrslita um deildarbikar þar í landi. Þá spilaði hún með þeim í 5 leikjum í Meistaradeild Evrópu. Á síðustu leiktíð samdi hún við Boavista í Portúgal en náði ekki að spila þar vegna heimsfaraldursins.
Framundan er barátta um að koma liðinu aftur í efstu deild og við bindum vonir við að þessir leikmenn styrki liðið okkar fyrir komandi átök. Við bjóðum þær Katie og Arden innilega velkomnar í KR.