Kæru iðkendur og forráðamenn

Kæru iðkendur og forráðamenn

Í ljósi þeirrar umræðu sem hafa átt sér stað undanfarna daga viljum við upplýsa ykkur um þá verkferla sem KR nýtir sér við aðstoð tilkynninga og úrvinnslu slíkra mála.
Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþróttastarf í öruggu umhverfi. Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar óháðs aðila sem er sérfræðingur í meðferð slíkra mála.
KR er með forvarnastefnu sem hægt er að nálgast inn á heimasíðu okkar, þar er hægt að skoða til hvers sé hægt að leita innan félagsins. https://kr.is/um-felagid/stefnur-og-log-kr/forvarnarstefna-kr/
Við viljum einnig vekja sérstaka athygli á samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við Sigurbjörgu með því að senda tölvupóst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100. Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.
Upplýsingar um samskiptaráðgjafa er að finna hér https://www.samskiptaradgjafi.is/
Eins er KR hluti af Æskulýðsvettvangi og þangað er hægt að tilkynna brot eða óæskilega hegðun. Í fagráði Æskulýðsvettvangsins sitja alltaf tveir óháðir sérfræðingar sem hafa þekkingu, menntun og reynslu sem nýtist við meðferð kynferðisbrotamála og eineltismála. Í dag starfa lögfræðingur og sálfræðingur í fagráðinu. Framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins er einnig starfsmaður fagráðsins.
Heimasíða Æskulýðsvettvangsins er aev.is
Tilkynningar fyrir ósækilega hegðun er að finna á aev.is/verkfaerakistan/tilkynna-oaeskilega-hegdun
Aðalstjórn mun einnig fara í þá vinnu að skoða verkferla innan félags til að fara yfir hvort eitthvað megi betur fara.
Þetta bréf er sent á iðkendur, forráðamenn, þjálfara og starfsmenn KR
F.h. Aðalstjórnar KR
Bjarni Guðjónsson
Framkvæmdastjóri KR
bg@kr.is