Jordan Semple til KR

Jordan Semple til KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Jordan Semple um að leika með meistaraflokki karla á næsta keppnistímabili. Semple lék með ÍR-ingum á síðasta tímabili og stóð sig vel.

Jordan Semple er franskur kraftframherji, 30 ára gamall og 201 cm á hæð. Hann hefur leikið á Finnlandi, Spáni, í Svíþjóð, Búlgaríu og í heimalandi sínu, Frakklandi.

Á síðasta tímabili lék Jordan 14 leiki með ÍR í Subway-deildinni, hann skoraði 20,1 stig, reif niður 9,6 fráköst, gaf 3,4 stoðsendingar og var með 26,7 í framlag að meðaltali í leik.

Helgi Már Magnússon, þjálfari meistaraflokks karla: 

“Við Jakob erum virkilega ánægðir að hafa fengið Jordan til liðs við okkur fyrir komandi tímabil. Hann er skilvirkur leikmaður, hreyfir sig vel og er mjög fjölhæfur á báðum endum vallarins.”

Við bjóðum Jordan hjartanlega velkominn í Vesturbæinn!