Til baka

Tapað & fundið

Tapað fundið

Það er mikið af fatnaði og skóm sem er skilið eftir á KR svæðinu, í sal, búningsklefum og á grasvöllum. Allur óskilafatnaður er þveginn og settur í hillur og geymdur í 1 mánuð. Dýrari fatnaður er geymdur aðeins lengur. Eftir það er farið með fatnað og skó í Góða hirðirinn.

Það er velkomið að hringja til okkar í síma 510 5300 og tékka á því sem hefur týnst, en best er að mæta á staðinn og kíkja í bunkann.

Best er að merkja fatnað með tússi sem þolir þvott, nafn og símanúmer. Ef pláss er lítið, þá hefur símanúmerið forgang í merkingu. Ef húsvörður sér símanúmer, þá er hringt og látið vita.