Til baka

Íþróttaskóli KR

Íþróttaskóli KR vor 2022

 

Markmið

Íþróttaskóli KR hefur það að leiðarljósi að efla skyn og hreyfiþroska barnanna, ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit til hvors annars. Með þessari kennslu er markmiðið að auka jafnvægi, fínhreyfingar, kraft og lífsgleði.

Kennsla

Það hefur verið tekin sú ákvörðun að fjölga um einn hóp íþróttaskólanum þar sem svo margir hafa skráð sig. Svo það eru breyttir tíma í íþróttaskólanum
Þeir verða :
9:30 fyrir tveggja ára
10:30 fyrir tveggja og þriggja ára
11:30 fyrir þriggja og fjögurra ára

Við mælum með því að börnin séu berfætt í öllum tímum, því það eykur hreyfiþroska þeirra og næmni og veitir þeim einnig meira öryggi og grip. Mikilvægt er að mæta tímanlega til þess að hægt sé að byrja og skipta í hópa á réttum tíma. Íþróttaskólinn fer fram í Íþróttahúsi Hagaskóla.

Fyrsti tíminn verður 22.janúar

Æfingagjald fyrir tímabilið er 13.200 kr.

Foreldrar og/eða forráðamenn

Foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í öllum tímunum hvort sem um er að ræða í hópleikjum eða þrautabrautum. Einnig er gott ef foreldrar geta aðstoðað börnin og fylgt þeim um salinn ef þess þarf. Einnig er gaman að taka myndavélina með til að fanga skemmtileg augnablik með börnunum.

Umsjón:

Skólastjóri er Sigrún Skarphéðinsdóttir Íþróttafræðingur/kennari B.Sc.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við skrifstofu KR á netfangið skrifstofa@kr.is.


Skráning: https://www.sportabler.com/shop/kr/adalstjorn