Íþróttaskóli KR

KR starfrækir íþróttaskóla fyrir 3 til 6 ára börn. Hjá íþróttaskóla KR fer fram áhugaverð dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvert til annars. Kennt er í íþróttahúsi KR á hverjum laugardagsmorgni. Íþróttaskólinn hefst aftur laugardaginn 20. september , börn 3 til 4 ára eru frá kl. 10.00 – 11.00 og börn 5 – 6 ára eru frá kl. 11.00 – 12.00.

Skráning hefst í september og verður auglýst síðar. Skráning fer fram á heimasíðu KR í gegnum skráningarkerfi KR.