Hannah Tillett í KR

Hannah Tillett í KR

Kvennalið KR í knattspyrnu hefur samið við bandaríska leikmanninn Hannah L. Tillett um að leika með liðinu út tímabilið.

Hannah sem er 22 ára spilar á miðjunni, kemur frá Tennessee og hefur leikið í háskólaboltanum með University of Tennessee við góðan orðstír síðustu ár.  Í sumar lék hún með Chattanooga Red Wolves SC, sem tók í fyrsta sinn núna í sumar þátt ný stofnaðri áhugamannadeild í Bandaríkjunum.  Þessi deild er hugsuð sem brú fyrir leikmenn frá háskólaboltanum yfir í atvinnumannadeildina og/eða fyrir leikmenn sem vilja spila á  undirbúningstímabilinu.

Hannah er virkilega spennandi  leikmaður, sem kemur til með að styrkja liðið í baráttunni sem framundan er.

Við bjóðum Hannah innilega velkomna í KR fjölskylduna.