Gunnar nýr yfirþjálfari hjá sundinu

Gunnar nýr yfirþjálfari hjá sundinu

Gunnar Egill Benonýsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari Sunddeildar KR. Hann mun taka við af Berglindi Ósk Bárðadóttur sem hefur verið yfirþjálfari hjá félaginu síðan árið 2015. Gunnar er með MSc í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur þjálfað sund í 7 ár m.a. hjá Breiðablik og Ármanni. Hann er einnig fyrrum sundmaður og gerði hann garðinn frægan með sunddeild Breiðabliks á árum áður.

Um leið og við bjóðum Gunnar Egil hjartanlega velkominn til starfa, þökkum við Berglindi Ósk fyrir störf hennar í þágu félagsins og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.