
Guðbjörg, Kristín og Steinar sigruðu á aldursflokkamótaröð BTÍ
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Steinar Andrason sigruðu á aldursflokkamóti Víkings í TBR-húsinu sunnudaginn 21. febrúar. Þau tryggðu sér einnig sigur á aldursflokkamótaröðinni en mót dagsins var þriðja og síðasta mótið í mótaröð keppnistímabilsins.
Tátur 11 ára og yngri. Sjá mynd á forsíðu.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í tátuflokki á aldursflokkamóti Víkings og einnig samanlagt í aldursflokkamótaröðinni.
Hekla Kjartansdóttir varð í 3.4. sæti á móti dagsins og hafnaði í 3. sæti á mótaröðinni.
Hnokkar 11 ára og yngri
Viktor Daníel Pulgar varð í 3.-4. sæti á aldursflokkamóti dagsins og í 2. sæti samanlagt á mótaröðinni.
Lúkas André Ólason varð í 4. sæti á mótaröðinni.
Telpur 12-13 ára
Katrín Guðmundsdóttir Löve varð í 2.-3. sæti á mótaröðinni. Jóhanna Lilja Hafsteinsdóttir og Saga Jóhannsdóttir höfnuðu í 4.-5. sæti á mótaröðinni.
Piltar 12-13 ára
Tómas Hinrik Holloway varð í 3.-4. sæti á aldursflokkamóti Víkings og í 4. sæti samanlagt á mótaröðinni.
Sveinar 14-15 ára
Magnús Thor Holloway varð í 2. sæti á aldursflokkamóti Víkings og í 2.-3. sæti samanlagt á mótaröðinni.
Stúlkur 16-18 ára
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir var eini skráði keppandinn í stúlknaflokki á Víkingsmótinu. Hún sigraði samanlagt á mótaröðinni og Kristjana Áslaug Káradóttir varð í 2. sæti.
Drengir 16-18 ára
Steinar Andrason sigraði í drengjaflokki á aldursflokkamóti Víkings og samanlagt á mótaröðinni. Hann komst þó í hann krappann á mótinu í dag því hann tapaði fyrir Þorbergi Frey Pálmarssyni snemma á mótinu en þeir lentu saman í riðli. Þeir mættust svo aftur í úrslitum og þá sigraði Steinar örugglega 3-0.