Guðbjörg, Guðjón og Guðrún á verðlaunapalli á Coca-Cola móti Víkings

Guðbjörg, Guðjón og Guðrún á verðlaunapalli á Coca-Cola móti Víkings

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Guðjón Páll Tómasson og Guðrún Gestsdóttir voru á verðlaunapalli á Coca-Cola móti Víkings, sem fram fór í TBR-húsinu laugardaginn 13. mars. Örfáir KR-ingar tóku þátt í mótinu sem var styrkleikamót í meistara-, 1. og 2. flokki karla og kvenna.

Guðrún Gestsdóttir varð í 2. sæti í 1. flokki kvenna og dóttir hennar, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, varð í 3. sæti. Lóa Floriansdóttir Zink úr Víkingi sigraði í flokknum.

Guðjón Páll Tómasson varð í 3.-4. sæti í 2. flokki karla, en hann tapaði 8-11 í oddalotu fyrir Ryszard Zaworski úr HK, sem sigraði í flokknum.

Forsíðumynd af vef BTÍ. Mynd af verðlaunahöfum í 2. flokki frá Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni.