Gestur og Guðbjörg Vala sigruðu á Pepsi móti Víkings

Gestur og Guðbjörg Vala sigruðu á Pepsi móti Víkings

Gestur Gunnarsson sigraði í meistaraflokki karla og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir í 1. flokki kvenna á Pepsi móti Víkings. Mótið fór fram í TBR-húsinu sunnudaginn 20. nóvember.

Þetta er fyrsta meistaraflokksmótið sem Gestur vinnur og sömuleiðis fyrsta mótið sem Guðbjörg Vala, systir hans, vinnur í 1. flokki kvenna.

KR vann ferfalt í 1. flokki kvenna en Guðrún Gestsdóttir, mamma Gests og Guðbjargar Völu varð í 2. sæti, Anna Sigurbjörnsdóttir í 3. sæti og Helena Árnadóttir í 4. sæti.

Anna Sigurbjörnsdóttir varð líka í 2. sæti í meistaraflokki kvenna.

Helena varð líka í 2. sæti í 2. flokki kvenna.

Myndir frá Borðtennisdeild Víkings.