Gestur leikur á Mega Cup í Osló

Gestur leikur á Mega Cup í Osló

Gestur Gunnarsson er meðal fimm leikmanna úr landsliðinu sem keppa á Mega Cup í Osló um næstu helgi, 20.-21. maí.
Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson fengu einnig boð um að keppa á mótinu en komust ekki.
Leikmennirnir leika hvert um sig í mörgum flokkum og leikur Gestur í flokkum Herrer Elite, Herrer A, Herrer B, Herrer Eldre Junior og Åben Moro.
Flokkurinn eldre junior er fyrir þá sem eru fæddir árið 1999 eða síðar og åben moro er 1 lota upp í 21 stig.

 

Slóð á mótið: Mega Cup 2023 – B-72 (b72.no)

 

Mynd af Gesti tekin af fésbókarsíðu BTÍ.