
Fréttir af mfl.kv í fótbolta
Stelpurnar hafa leikið tvo leiki í Reykjavíkurmóti, 2-0 sigur á móti Víking og 6-1 tap fyrir Val en þar skoraði Tinna María Tryggvadóttir sitt fyrsta mark fyrir m.fl.
Framundan er leikur á laugardag við Þrótt um 3-4 sætið í Reykjavíkurmótinu. Síðan hefst deildarbikarinn um miðjan febrúar en þar spila þær í A deild Lengjubikarsins. Engir æfingaleikir eru framundan.
Hópurinn er nokkuð breyttur frá síðasta ári en lykilleikmenn hafa þó ákveðið að vera áfram.
Allt varðandi samningsmálin hefur verið sett inn á samfélagsmiðlana hjá okkur. Leikmenn sem eru farnir eru auðvitað Þórdís Hrönn í Breiðablik, Lára Kristín til Ítalíu og Hlíf í Val. Ana hefur síðan ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.
Aðalfréttirnar af okkur eru líklega hversu margir leikmenn hafa í þessum tveimur leikjum stigið sín fyrstu skref í m.fl. En Ísabella Sara Tryggvadóttir, Tinna María Tryggvadóttir, Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Margrét Líf Jóhannesdóttir, Karitas Invadóttir og Díana Mist Heiðarsdóttir hafa allar leikið sinn fyrsta leik fyrir m.fl.