Frábær árangur í taekwondo

 

 

 

 

 

 

 

 

Undanfarnar tvær helgar hafa verið haldin bikarmót í taekwondo, fyrst fyrir yngstu iðkendurna og svo þá eldri. KR skráði samtals fimmtán keppendur og tóku flestir þátt í bæði formum og bardaga. Æfingar undanfarinna mánaða hafa skilað sér vel, allir stóðu sig með mikilli prýði og á það ekki síður við utan en innan vallar. Þannig mátti t.d. sjá keppendur hjálpast að áður en þeir mættust sem andstæðingar inni á vellinum. Fyrirmyndarfólk á öllum sviðum sem sagt! Foreldrar máttu svo hafa sig alla við að festa árangurinn á filmu því KR-ingar voru á verðlaunapalli í öllum flokkum sem þau voru skráð í og enduðu með 23 medalíur, þar af 9 gull. Sérdeilis glæsilegur árangur hjá þessum vösku keppendum. Hér má svo sjá myndband af barnamótinu: https://www.youtube.com/watch?v=aFmKHJHxRxI#t=93
bikarmótbarna I 2014 2015
Hitað upp saman áður en farið var á gólfið að keppa á móti hverjum öðrum.